- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Síðastliðna viku hefur evrópska samgönguvikan staðið yfir og á morgun, fimmtudag, er bíllausi dagurinn í tilefni hennar. Bíllausi dagurinn er lokahnykkurinn í þessari vitundarvakninu sem fer fram árlega 16.-22.september. Yfirskrift samgönguvikunnar í ár er Veljum fjölbreytta ferðamáta.
Rangárþing eystra hvetur því alla íbúa að nýta sér aðra ferðamáta en bíl á morgun en markmið bíllausa dagsins er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur, skilja einkabílinn eftir heima og nota í staðinn umhverfisvæna og heilsusamlega samgöngumáta.