- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Síðustu ár hefur skapast hefð fyrir því að októbermánuður hefur verið kallaður bleikur mánuður en bleiki liturinn er tilkomin vegna átaksins Bleika slaufan. Bleika slaufan er átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.
Bleiki dagurinn er svo 16. október nk. en þá eru landsmenn hvattir til að klæðast bleiku, bera bleiku slaufuna og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma, sér til skemmtunar og til að sýna konum sem greinst hafa með krabbamein samstöðu.
Rangárþing eystra hvetur einstaklinga, stofnanir og fyrirtæki í sveitarfélaginu til að eiga skemmtilegan bleikan dag þann 16. október, ekki síst í ljósi þeirra aðstæðna sem við nú búum við.
Eins og venjulega er Seljalandsfoss lýstur upp í bleiku ljósi en sveitarfélagið lýsir einnig upp Ráðhúsið að Austurvegi 4.