- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Boccia lið sveitarfélagsins og nýr Boccia völlur í íþróttahúsinu Hvolsvelli
Flottir fulltrúar félags eldri borgara í Rangárþingi eystra og liðsmenn í Boccialiði sveitarfélagsins komu við á skrifstofu sveitarfélagsins í vikunni. Þau voru öll í nýjum treyjum merktum með logo sveitarfélagsins.
Nýverið var gerður flottur Boccia völlur í íþróttahúsinu á Hvolsvelli og er mikill áhugi hjá íbúum að kynnast þessari íþrótt sem er góð fyrir allan aldur.
Félag eldri borgara stendur fyrir Boccia æfingum tvisvar í viku í íþróttahúsinu á Hvolsvelli. Æfingarnar eru á miðvikudögum klukkan 08:30-09:30 og á föstudögum klukkan 08:50-09:50.
Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta, upplýsingar gefur Júlíus P. Guðjónsson S: 663-7065
Á myndinn eru frá vinstri; Guðrún Óskarsdóttir, Rúnar Guðjónsson, Júlíus P. Guðjónsson, Sigmar Sigurpálsson og Kristján Hálfdánarson