- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Brunavarnir Rangárvallasýslu kynna með stolti kaup á nýjum dælubíl. Á undanförnum árum hefur verkefnum Brunavarna fjölgað með tilkomu ferðamanna, umhverfisvitund og stækkandi sveitarfélögum.
Árið 2023 var farið í mikla þarfagreiningu hjá Brunavörnum Rangárvallasýslu þar sem stóð til að kaupa nýjan dælubíl samkvæmt brunavarnaráætlun sem búið var að gera fyrir Rangárvallasýslu.
Á svæðinu er nauðsynlegt að vera með tvo dælubíla til að tryggja öryggi og bæta þjónustu.
Á vormánuðum 2024 var tæknilýsing bílsins tilbúin og var Ríkiskaupum falið að annast útboðið. Alls voru 15 aðilar sem sóttu útboðsgögnin og 2 sem gerðu tilboð að lokum sem voru Fastus ehf og Ólafur Gíslason & co hf.
Fastus var með lægsta tilboðið af þessum tveim og fengu þar af leiðandi verkið. Samstarfs aðilar Fastus í smíðum á slökkviliðsbílum eru Egenes Brannteknikk AS, í Noregi. Þetta er vel þekkt fyrirtæki hvað okkur varðar þar sem þeir smíðuðu einnig dælubílinn MAN sem staðsettur er á Hvolsvelli.
Sá bíll hefur þjónað okkur vel síðan 1999 og er en verulega öflugur.
Egenes smíðar sína slökkvibíla úr búnaði frá Rosenbauer sem er Austurrískt fyrirtæki og hefur verið á markaði síðan 1866 og eru því mjög framalega á því sviði. Höfuðstöðvar Rosenbauer eru í Linz.
Dælubíllinn sem kemur eftir um 12 mánuði er Scania 4X4 með tvöföldu húsi.
Bíllinn verður útbúinn verulega öflugum slökkvibúnaði og allri nýjustu tækni til að tryggja starf slökkviliðsmann og þeirra sem þurfa á þjónustu Brunavarna að halda. Sá búnaður sem er í bílnum er t.d.
2 monitorar verða á bínum.
Einn sem aftastar 3500l/mín verður staðsettur á toppi bílsins á honum verður einnig staðsett hitamyndavél.
Hinn verður staðsettur á stuðara og verður einnig tengdur froðukerfi bílsins og er með afkastagetu upp á 1500l/mín
Aðstaða fyrir reykkafar verður aftur í mannskapshúsi. Sú breyting er okkur mjög mikilvæg til að spara tíma til að undirbúa reykköfun þar sem reykkafararnir geta gert sig klára á leiðinni á vettvang.
Okkur hjá Brunavörnum Rangárvallasýslu hlakkar mjög mikið til að sýna ykkur þennan dælubíl sem kemur til með að þjón okkur öllum til næstu ára.
Myndin sem fylgir er af samskonar dælubíl sem er hjá slökkviliðinu í Mo i Rana en það sveitarfélag liggur á sömu breiddargráðu og nyrsti hluti Íslands.
Frá vinstri: Kristján Haraldsson, Stein A. Egenes, Bjørn M. Egenes, Leifur Bjarki Björnsson, Ágúst G. Valsson, Herdís Þórisdóttir, Sveinbjörn Már Birgisson.
MAN smíðarður af Egenes Brannteknikk AS, í Noregi árið 1999
Samskonar útlit og kemur til okkar.