- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í dag, 6. febrúar er Dagur leikskólans. Í Rangárþingi eystra er starfræktur einn leikskóli, Leikskólinn Örk, sem er 5 deilda með um 100 nemendur.
Í tilefni dagsins komu þær Sólbjört Sigríður Gestsdóttir, leikskólastjóri, og Valborg Jónsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, með tvö plaköt sem þær hengdu upp á skrifstofu sveitarfélagsins. Ráðgert var að nemendur leikskólans færu um og hengdu plakötin upp en vegna mikillar hálku í þéttbýlinu þótti það ekki ráðlegt.
Á stærra plakatinu má sjá þróun teikningar en þar eru sjálfsmyndir barna, allt frá þeim yngstu til elstu.
Á minna plakatinu voru nokkrir starfsmenn fengnir til að teikna sjálfsmynd af sér.