- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Þó að ekki hafi verið formleg jólagleði þegar kveikt var á ljósunum á Miðbæjarjólatréinu þá er ekki þar með sagt að þetta myndarlega jólatré hafi ekki verið nýtt til skemmtunar. Tveir elstu árgangarnir í Leikskólanum Örk og kennararnir þeirra notuðu góða veðrið sl. mánudag, fóru í göngutúr á miðbæjartúnið, skelltu jólatónlist á og gengu í kringum tréið. Krakkarnir skemmtu sér ákaflega vel og vonandi taka fleiri þau sér til fyrirmyndar og taka kannski nokkra hringi í kringum tréð.