- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Undanfarin ár höfum við haldið árlegan dekurdag á hausdögum á Kirkjuhvol. Í fyrra féll hann niður og ákvað starfsfólkið að nauðsynlegt væri að reyna hvað við gætum að halda daginn í einhverri mynd þó við fengjum ekki eins mikla utanaðkomandi aðstoð og oft áður sökum covid.
Starfsfólk bauðst til að koma á frídegi sínum og aðstoðaði við að dekra við íbúa.
Boðið var upp á:
Eldhúsið framreyddi dýrindis þriggja rétta máltíð
Forrétt: Sveitapaté, síld og grafin lax
Aðalrétt: Lambalæri
Eftirrétt: Valdís með sósu og ávöxtum en Valdís gaf okkur eftirréttin kærar þakkir til ykkar
Hlynur Snær Theodórsson sá svo til þess að maturinn rann ljúflega niður og spilaði og söng fyrir íbúa en hann gaf einnig sína vinnu, kærar þakkir fyrir það
Í lokin tókum við svo myndatöku af hópunum – við þurfum að vinna í ljósamálum fyrir næstu töku.
Takk allir sem lögðu hönd á plóg að gera daginn dásamlegan og þið ykkar sem við höfum hóað í til að aðstoað okkur áður – við fáum ykkur vonandi til að leggja okkur lið síðar þegar þetta blessaða ástand lagast.
Jólakveðjur til ykkar frá okkur á Kirkjuhvoli