- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Hraðmót HSK í blaki kvenna fór fram á Flúðum í gær, 10. október og tóku sjö lið þátt í mótinu. Mótið var nú haldið í 28. sinn, en það var fyrst haldið árið 1995.
Lið Dímon-Heklu A vann alla sína sex leiki á mótinu og tryggði sér hraðmótsmeistaratitil HSK í þriðja sinn, en liðið vann keppnina 2014 og 2021. Þess má geta að Dímon hefur að auki unnið í tvígang, árin 2003 og 2004.
Hrunakonur unnu fimm leiki á mótinu og urðu í öðru sæti og B lið frá Dímon-Heklu vann fjóra leiki og varð í þriðja sæti.