Kvennalið Dímonar-Heklu varð um helgina Íslandsmeistari í blaki í 3.deild en síðasta umferð deildarinnar var spiluð á Siglufirði þann 26.-27. mars sl.. Það var hörkukeppni alla helgina en Dímon-Hekla vann 3 leiki og tapaði einum og endaði þar með á toppi deildarinnar.

Á Akureyri spilaði svo lið Dímonar-Heklu í B-úrslitum 4. deildar og varð þar í 2.sæti.

Frábær árangur hjá báðum liðum.

Kv. María Rósa Einarsdóttir formaður blakdeildar Dímonar-Heklu.

 

Lið Dímonar-Heklu sem spilaði í 4. deild á Akureyri