Ágæti íbúi í Rangárþingi eystra!

Stýrihópur um endurskoðun skólastefnu sveitarfélagsins hefur unnið að textagerð út frá gildandi skólastefnu, niðurstöðum kannana meðal starfsfólks, foreldra og annarra íbúa. Nú leitar stýrihópurinn aftur til þín kæri íbúi og óskar eftir athugasemdum eða ábendingum um drög nr. 5

 

Með því að smella HÉR kemstu inn í skjalið.

 

Hægt er að skrifa beint í skjalið nafnlaust eða undir nafni, þitt innlegg birtist sem “tillaga” sem verður svo tekin afstaða til. ATH það er engin hætta á að þú skemmir textann sem fyrir er! 

 

Ef þú lendir í vandræðum eða vilt ekki skrifa í skjalið er hægt að senda póst með athugasemdum á gunnthor@ais.is eða hringja í síma 699-1303

 

Skjalið er opið til athugasemda til kl. 11.30 miðvikudaginn 16. mars 2022.