- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Venju samkvæmt var Íþróttamaður ársins útnefndur á 17. júní hátíðinni á Hvolsvelli. Samkvæmt reglum um valið þurfa tilnefndir íþróttamenn að vera 15 ára eða eldri og hafa stundað íþrótt sína í sveitarfélaginu eða vera með lögheimili þar. 5 einstaklingar voru tilnefndir að þessu sinni, Andri Már Óskarsson golf, Elvar Þormarsson hestaíþróttir, Ísak Guðnason bardagaíþróttir, Ívan Breki Sigurðsson knattspyrna og María Rósa Einarsdóttir blak.
Elvar Þormarsson, knapi, er íþróttamaður ársins 2021 í Rangárþingi eystra. Elvar hefur staðið sig með mikilli prýði í sinni íþrótt og er meðal annars Íslandsmeistari í gæðingaskeiði 2021. Elvar er
Elvar gat ekki verið viðstaddur en Elimar Elvarsson, sonur hans, tók við viðurkenningunni úr höndum Páls Eggertssonar formanns Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.