- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Elvar Þormarsson, hestamannafélaginu Geysi, er knapi ársins 2023.
Þetta var kunngjört þegar afhending viðurkenninga sérsambanda ÍSÍ fór fram fimmtudaginn 4. janúar á Hilton hótelinu í Reykjavík.
Í umsögninni um Elvar segir:
Árangur Elvars á árinu 2023 var ótrúlegur.
Hæst ber að nefna einstakan árangur á Heimsmeistaramótinu í Hollandi 2023 þar sem hann og Fjalladís áttu frábæra spretti í gæðingaskeiði og hlutu einkunnina 8.92 sem tryggði þeim heimsmeistaratitilinn.
Þau sigruðu einnig 250m skeið í eftirminnilegum lokaspretti og eru því tvöfaldir heimsmeistarar. Þá áttu þau glæsilega spretti í 100m skeiði sem skilaði þeim 4. sæti. Hreint út sagt frábært heimsmeistaramót hjá þeim.
Elvar og Fjalladís unnu einnig gæðingaskeið á Íslandsmótinu í þriðja skipti með einkunnina 9.0.
Elvar Þormarsson er einstakur afreksknapi, sönn fyrirmynd fyrir elju sína, jákvæðni og fagmennsku í hvívetna og hlýtur hann því nafnbótina Knapi ársins 2023.
Rangárþing eystra óskar Elvari innilega til hamingju með þessa viðurkenningu.