- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Eins og greint var frá á facebook síðu sveitarfélagsins fyrir nokkru þá gaf Kvenfélagið Hallgerður í Fljótshlíð, Björgunarsveitinni Dagrenningu, spelkusett að verðmæti um 115.000.
Harpa Sif Þorsteinsdóttir, varaformaður Dagrenningar, tekur við spelkusettinu.
Þetta er þó langt í frá eina gjöfin sem kvenfélagið hefur fært stofnunum í samfélaginu okkar en sama dag og spelkusettið var afhent þá fóru kvenfélagskonur einnig í Félagsmiðstöðina Tvistinn og afhentu þar 2 borð og 12 stóla að verðmæti um 135.000 krónur. Sl. vor gaf kvenfélagið Hallgerður, Kirkjuhvoli, sjúkrarúm og náttborð vegna opnunnar á nýrri viðbyggingu. Verðmæti þeirrar gjafar var 481.000 kr.
Þröstur Freyr Sigfússon tekur við gjöfinni til Tvistsins.
Ólöf Guðbjörg Eggertsdóttir tekur við gjöfinni til Kirkjuhvols.
Kvenfélagið Hallgerður hefur því látið 731.500 renna til nærsamfélagsins á innan við ári og segir Kristín Jóhannsdóttir, formaður Hallgerðar, að það skipti kvenfélagið alveg gríðarlega miklu máli að geta látið gott af sér leiða.
Sömu sögu má sannarlega segja af hinum kvenfélögunum 5 í sveitarfélaginu sem hafa stutt ötullega við bakið á hinum ýmsu stofnunum í samfélaginu með sínum framlögum.