- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í lok síðustu viku var undirritaður samningur milli Rangárþings eystra og Gröfuþjónustunnar vegna 2. áfanga gatnagerðar í Hallgerðartúni. Tilboð Gröfuþjónustunnar hljóðaði upp á 66.236.000 kr.- og felur verkið í sér að jarðvegsskipta götustæði samkvæmt kennisniðum og leggja styrktarlag. Gröfuþjónustan mun einnig leggja fráveitu, vatnsveitu, hitaveitu og ýmist leggja eða aðstoða við lagningu annara veitulagna.
Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri, undirritaði samninginn fyrir hönd Rangárþings eystra en þau Sigurlín Óskarsdóttir og Þormar Andrésson fyrir hönd Gröfuþjónustunnar.