- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Helgina 15. - 17. júlí verður mikið um að vera í Rangárþingi eystra
Söngkonan Bríet hefur leik á Midgard föstudagskvöldið 15. júlí en hún hefur sett lögin sín í sveitaballa búning svo það má engin missa af þessari upplifun. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og nálgast má miða hér: tix.is/is/event/13570/sveitaball-me-brieti
Laugardaginn 16. júlí verður í mörg horn að líta.
Hver var Ámundi smiður? er fyrirlestur sem að Arndís S. Árnadóttir, listfræðingur, flytur að Kvoslæk í Fljótshlíð en fyrirlesturinn er hluti af menningardagskránni Gleðistundir að Kvoslæk. Í fyrirlestrinum fjallar Arndís um Ámunda smið, sem á 18. öld smíðaði 22 kirkjur víða um land og ótal kirkjumuni sem enn má finna í kirkjum á Suðurlandi, m.a. í Odda. Fyrirlesturinn hefst kl. 15:00. Aðgangur er ókeypis.
Jazz undir fjöllum hátíðin fer fram í Samgöngusafninu í Skógum í 19. sinn og hefur hátíðin náð að festa sig vel í sessi. Dagskráin er á milli 15:00 - 17:00. Á laugardaginn kemur Marína Ósk fram og með henni leikur Mikael Mání Ásmundsson á gítar, Sigmar Þór Matthíasson á kontrabassa og Matthías Hemstok á trommur. Aðgangur er ókeypis.
Félagarnir Júníus Meyvant og Tómas Jónsson halda tónleika í Búsum á laugardagskvöldið og hefjast þeir kl. 20:00. Þeir munu spila helstu smelli Júníusar og allt það sem þeim dettur í hug. Einstakir tónlistarmenn á einstökum tónleikastað. Tónleikarnir fara fram á pallinum við stóra skólann að Básum. Miðaverð: 3.000 kr fyrir fullorðna, 1.000 kr fyrir 11-18 ára og frítt inn fyrir 10 ára og yngri.
Sunnudaginn 17. júlí eru svo seinni tónleikar Jazz undir Fjöllum hátíðarinnar.
Þá kemur fram kvartett Rebekku Blöndal sem mun leika af fingrum fram fyrir gesti og með henni spilar Ásgeir J. Ásgeirsson á gítar, Sigmar Þór Matthíasson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Tónleikarnir standa milli kl. 15:00 - 17:00. Aðgangur ókeypis.