- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Leikskólinn Aldan var vígður með pompi og prakt sl. föstudag. Leikskólinn er hinn glæsilegasti og sama má segja um nýja merki (logo) leikskólans.
Fyrr í sumar var farið af stað með samkeppni um nýtt merki fyrir leikskólann og var auglýst eftir tillögum. Það bárust margar mjög frambærilegar tillögur og þökkum við kærlega fyrir það.
Að lokum var það tillaga Jónu Sigþórsdóttur á Skíðbakka sem að var valin og þykir merkið vera afar vel heppnað. Græni liturinn vísar til öldu í landslaginu, kallarnir eru í þeim litum sem deildirnar hafa fengið á leikskólanum og að lokum eru það gildi leikskólans, Samskipti, Virðing, Samvinna.
Rangárþing eystra óskar Jónu til hamingju með merkið.