- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Það er venja í Hvolsskóla að 10. bekkur fer í ferð til Danmerkur áður en þau útskrifast. Nemendurnir safna fyrir ferðinni allt skólaárið og eiga því góðan sjóð þegar haldið er utan. Í ár hafði Covid 19 það í för með sér að 10. bekkur komst ekki í ferðina sína en fór í staðin í ferð innanlands og skemmtu sér stórvel. Í ferðasjóðnum var mikill afgangur og tóku nemendurnir þá ákvörðun að gefa Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna peningana. SKB þakkaði að vonum vel fyrir sig og það má sannarlega hrósa nemendunum fyrir góða ákvörðun.
Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur í 10. bekk á útskriftardaginn.