Boðað er til rafrænna íbúafunda um viðræður um sameiningu Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. Fundirnir eru haldnir til að kynna verkefnið og leita eftir sjónarmiðum íbúa.

Í ljósi samkomutakmarkana fer fundurinn fram rafrænt, en kynningum verður einnig streymt á netinu. Skráðir þátttakendur geta tekið þátt umræðuhópum að kynningum loknum.

Tímasetning funda:

Ásahreppur 19. október kl. 20

Rangárþing ytra 20. október kl. 20

Rangárþing eystra 21. október kl. 20

Mýrdalshreppur 22. október kl. 20

Skaftárhreppur 27. október kl. 20

Skráning á fundina fer fram á www.svsudurland.is þar sem einnig er hægt að finna nánari upplýsingar og dagskrá. Á síðunni eru leiðbeiningar við að tengjast rafrænum fundi. Þeir sem þurfa aðstoð eru hvattir til að leita aðstoðar ættingja og vina, eða á skrifstofu hlutaðeigandi sveitarfélags.

Verkefnishópur Sveitarfélagsins Suðurlands