- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Kæru foreldrar, forráðamenn, þjónustuaðilar og aðrir íbúar
Nú nálgast öskudagurinn sem venjulega er einn af skemmtilegri dögum skóladagatalsins hjá grunnskólabörnum. En nú eru óvenjulegir tímar og sóttvarnaryfirvöld hafa gefið út leiðbeiningar varðandi heimsóknir barna í fyrirtæki á öskudaginn. Í leiðbeiningunum er hvatt til þess að hátíðarhöldin verði einkum haldin á heimavelli; þ.e. í skólanum. Stjórnendur og starfsfólk Hvolsskóla, í samvinnu við fyrirtæki á Hvolsvelli, hafa því unnið að því að finna leiðir til að gera daginn skemmtilegan, öðruvísi skemmtilegan. Börnin munu því ekki ganga um á milli fyrirtækja þennan dag heldur koma fyrirtækin á móts við þau inni í skólanum. Þeir rekstaraðilar sem vilja taka þátt geta komið varningi í skólann eða haft samband við markaðs- og kynningarfulltrúa á netfangið arnylara@hvolsvollur.is eða skólastjóra á netfangið birna@hvolsskoli.is varðandi þátttöku.