- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Frétt af vef HMS varðandi mismunandi reglur sem gilda um smáhýsi
Af gefnu tilefni er rétt að benda á að mismunandi reglur gilda um smáhýsi, allt eftir því hversu stór þau eru og hver notkunin á að vera.
Smáhýsi/garðhýsi allt að 15 m2, sem ætluð eru til geymslu garðverkfæra, garðhúsgagna o.þ.h. falla almennt undir ákvæði 2.3.5 í byggingarreglugerð um minniháttar mannvirkjagerð undanþegin byggingarheimild og -leyfi enda séu þær í samræmi við deiliskipulag og önnur ákvæði byggingarreglugerðar. Húsin sem falla hér undir eru ekki ætluð til gistingar eða búsetu. Mesta leyfilega stærð þessara húsa er 15 m2 og mesta hæð þaks, mælt frá yfirborði jarðvegs er 2,5 m. Samþykki eigenda aðliggjandi lóða er nauðsynlegt ef húsið er staðsett innan 3,0 m frá lóðamörkum.
Smáhýsi til íveru, t.d. frístundahús, sæluhús, gestahús og skálar, eru alltaf að lágmarki háð byggingarheimild sbr. ákvæði 1.3.2 um umfangsflokka og ákvæði 2.3.1 um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir.
Smáhýsi sem ætlað er til gististarfsemi eða til fastrar búsetu eru ávallt háð byggingarleyfi sbr. ákvæði 1.3.2 um umfangsflokka og ákvæði 2.3.1 um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir.
Ef þú ert óviss um hvaða reglur gilda um þitt smáhýsi skaltu hafa samband við byggingarfulltrúa í því sveitarfélagi sem húsið á að vera staðsett. Komi upp ágreiningur um hvort mannvirki er háð byggingarleyfi eða hver skuli annast útgáfu þess skal leita niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, í samræmi við 4. mgr. 9. gr. laga um mannvirki, sjá nánari upplýsingar á vef https://uua.is/.