- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellsýslu leitar að einstaklingi/um á aldrinum 18-25 ára til þess að sinna félagslegri liðveislu fyrir börn og fullorðna.
Félagsleg liðveisla er persónulegur stuðningur og aðstoð meðal annars til að aðstoða einstakling við að taka þátt í menningar- og félagslífi, sækja menningar- og íþróttaviðburði, fara í sund, spjalla saman, taka þátt í félagsstarfi – allt eftir áhugasviði hvers og eins.
Um er að ræða tímavinnu og er vinnutími samkomulagsatriði. Starfið er tilvalið með námi eða sem aukavinna. Starfið hentar bæði körlum og konum 18 ára eða eldri.
Nánari upplýsingar veitir Inga Jara Jónsdóttir í síma 487 8125 eða á netfangið inga@felagsmal.is.