- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Félagsleg aðstoð og stuðningsþjónusta (liðveisla) við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir
Félags og skólaþjónusta Rangár- og vestur Skaftafellssýslu leitar að starfsmönnum til að sinna félagslegri stoð- og stuðningsþjónustu (félagslegri liðveislu) við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir á Hellu og Hvolsvelli.
Starfið felur í sér að veita félagslegan stuðning sem miðar einkum að því að rjúfa félagslega einangrun þjónustuþega og hefur það markmið að styðja við og hvetja til þátttöku þeirra í félags- og tómstundastarfi o.fl.
Félagsleg stoð- og stuðningsþjónusta tekur mið af einstaklingsbundnum þörfum og miðar að valdeflingu og hvatningu til virkrar þátttöku í samfélaginu. Leitast er við að koma til móts við einstaklingsbundnar óskir og þarfir þjónustuþega.
Starfsmönnum í Félagslegri stoð- og stuðningsþjónustu ber að hafa í heiðri trúnað í samskiptum við þjónustuþega og gæta þagmælsku um þau atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Menntunar- og hæfniskröfur:
Starfmenn í félagslegri stoð- og stuðningsþjónustu fá tímavinnukaup og gilda launakjör samkvæmt kjarasamningum FOSS, Félagi opinberra starfsmanna á Suðurlandi.
Umsóknum skal skilað á netfangið petrina@felagsmal.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir Petrína Sigurðardóttir ráðgjafi í síma 487-8125