Fimmtudaginn 5. september kl. 9-13.30 verður haldin ráðstefna um fjórðu iðnbyltinguna samtímis á sex stöðum á landinu, Borgarnesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Reyðarfirði og Selfossi.

Á Selfossi verður ráðstefnan á Hótel Selfossi en ráðstefnugestir geta einnig tekið þátt í gegnum netið.

Skráning á ráðstefnuna fer fram á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. 

Ráðstefnunni verður einnig streymt í Nýheimum þekkingarsetri á Höfn í Hornafirði og á Kirkjubæjarstofu á Klaustri. Lýkur streyminu kl. 11:30. Heitt á könnunni.

Dagskrá með fyrirvara um breytingar:
Kl. 09:00 Ávarp Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Kl. 09:10 Fundarstjóri tekur við.
Kl. 09:15 Ragnheiður Magnúsdóttir, formaður tækninefndar Vísinda – og tækniráðs
Kl. 09:35 David Wood, framtíðarfræðingur fá Bretlandi
Kl. 09:55 Stafænt Ísland. Berglind Ragnarsdóttir
Kl. 10:05 Nýsköpun og frumkvöðlastarf í brothættum byggðarlögum. Eva Pandóra Baldursdóttir
Kl. 10:15 Stutt kaffi hlé
Kl. 10:30 Austurland. Magnús Ásmundsson
Kl. 10:40 Norðurland eystra. Garðar Már Birgisson – thula.is
Kl. 10:50 Norðurland vestra. Álfhildur Leifsdóttir
Kl. 11:00 Suðurland. Eva Björk Harðardóttir
Kl. 11:10 Vestfirðir. Arnar Sigurðsson.
Kl. 11:20 Vesturland. Sævar Freyr Þráinsson.
Kl. 11:30 Ávarp Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu og sveitastjórnarráðherra
Kl. 11:40 Kaffi og vinnustofur
Kl. 12:30 Léttur hádegisverður
Kl. 13:00 – Fyrirspurnir og umræður
Kl. 13:30 – Ráðstefnulok