5 staðir hafa tilkynnt þátttöku í Súpuröltinu í ár.
 
Í Gilsbakka 36 verður súpa og stuð, DJ. Rikki G. mætir á svæðið og gómsæt súpa í boði.
 
Í Öldugerði verður boðið upp á súpu á bílastæðinu milli húsa númer 11 og 13. Lifandi tónlist, gleði og ljúffeng súpa í boði.
 
Í Króktúni 3 verður boðið upp á dýrindis súpu og góða stemningu.
 
Fyrirtækin við Ormsvöll taka sig saman og verða með súpu í tjaldinu við Valhalla. Almennt fjör, mikil gleði og bragðgóð súpa í boði.
Valborg Ólafs, Orri Guðmunds og Elvar Bragi Kristjónsson spila milli klukkan 19 - 21.
Vinir Jenna spila milli 21 - 23.
 
Ásta Halla og fjölskylda halda áfram í hefðina og verða með súpu á Tjaldsvæðinu. Þau hafa tekið þátt í súpuröltinu í fjölda ára og stemningin á tjaldsvæðinu er gríðargóð og súpan slær alltaf í gegn.