- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í viðhorfskönnun sem Zenter rannsóknir gerðu meðal íbúa þeirra fimm sveitarfélaga sem eiga aðild að „Sveitarfélaginu Suðurlandi“ reyndust 69% þeirra sem tóku afstöðu hlynnt því að sveitarfélögin taki upp formlegar sameiningarviðræður sem enda með íbúakosningu, en um 16% andvíg. Í fjórum sveitarfélaganna er meirihluti svarenda fylgjandi viðræðum, en meðal íbúa Ásahrepps er nánast jöfn skipting á milli þeirra sem eru hlynntir og þeirra sem eru andvígir. Þátttakendur í könnuninni voru 877, eða um 20% íbúa svæðisins 18 ára og eldri.
Megintilgangur könnunarinnar var að kanna viðhorf íbúa til þess að sveitarfélögin fimm hefji formlegar viðræður sem endi með því að íbúar greiði atkvæði um tillögu um sameiningu. Hæst er hlutfall þeirra sem segjast mjög eða frekar hlynntir áframhaldandi viðræðum í Mýrdalshreppi (76%) en lægst í Ásahreppi (41%).
Nánari upplýsingar og niðurstöður má finna hér á heimasíðu Sveitarfélagsins Suðurland