- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti fund með stjórn Njálurefils SE. laugardaginn 18. september sl. varðandi stöðu mála með Njálurefilinn en það var einmitt að tillögu Katrínar að ríkisstjórnin samþykkti 25 milljón króna styrkveitingu til Njálurefilsins fyrr á þessu ári. Katrín og hennar fylgdarlið fengu góða kynningu á Njálureflinum og þeirri framtíðarsýn sem búið er að móta varðandi sýningu á þessu menningarverðmæti. Búið er að ákveða að útbúið verði sýningarrými fyrir Njálurefilinn í LAVA og er sýningarhönnun komin vel á veg, t.d. búið að hanna sýningarkassa þannig að refillinn verði alveg varinn og hanna rýmið þannig að gestir geti notið þess á sem bestan hátt að heimsækja Njálurefilinn.
Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:
Unnur Brá Konráðsdóttir, Hallgerður, Gunnhildur E. Kristjánsdóttir, Illugi Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Einarsdóttir, Héðinn Bjarni Antonsson, Hólmfríður Árnadóttir, Þuríður Vala Ólafsdóttir, Rúnar Gíslason, Sigrún Birna Steinarsdóttir og Anton Kári Halldórsson.