Skólaþjónustan býður foreldrum og aðstandendum barna á aldrinum 6-10 ára markvissa fræðslu um kvíða barna á þessum aldri. Þetta er námskeiðsröð þar sem mæting er öll þriðjudagskvöld í mars kl. 19.30-21.30, í gegnum fjarfundabúnað. Lágmarksþátttaka er 20 heimili. Skólaþjónustan niðurgreiðir námskeiðið svo kostnaður pr. heimili er 8.000,-. Frestur til að skrá sig er 22. febrúar á skolamal@skolamal.is.

Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu