- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Alls luku 12 nemendur námi í Grunnmenntaskóla á Hvolsvelli, í gær, 13. desember. Námið hefur staðið yfir frá því 12. september og er það 300 stunda langt. 14 nemendur hófu nám í haust en 12 luku því eins og áður segir. Þetta er í fyrsta sinn sem Grunnmenntaskóli er haldinn í Rangárvallasýslu og var ekki annað að heyra á þátttakendum en að þeir væru ánægðir með að hafa fengið tækifæri til að rifja upp og læra ýmislegt nýtt. Helstu kennslugreinar eru íslenska, stærðfræði, enska, upplýsingatækni og sjálfstyrking.
Fyrirhugað er að eftir áramótin hefjist kennsla í almennum bóklegum greinum, þ.e. íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku á námsleiðinni Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum. Reikna má með að kennsla fari fram frá kl. 17 á daginn fjóra daga vikunnar. Þeir sem hafa áhuga á því námi er bent á að tala við Steinunni í síma 4835189 eða senda tölvupóst á steinunnosk@fraedslunet.is.
Myndir frá útskriftinni má finna á vef Fræðslunetsins www.fraedslunet.is