- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Fulltrúar allra flokka í Rangárþingi eystra, sem bjóða sig fram til sveitastjórnarkosninga 2022, boða til pallborðsumræðna í félagsheimilinu Hvoli Hvolsvelli þann 11. maí n.k. kl. 20:00.
Öll framboð munu vera með framsögu til að kynna sinn flokk og fyrir hvað þau standa.
Í kjölfarið gefst svo gestum tækifæri til að spyrja frambjóðendur spurninga og koma með athugasemdir.
Fundinum verður streymt og verður það kynnt nánar þegar nær dregur að fundi.
Fulltrúar B-, D- og N- lista í Rangárþingi eystra