- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Á að fara að leggjast í framkvæmdir? Þá er gott að hafa þessa punkta á bak við eyrað en þeir eru fengnir úr byggingareglugerð nr. 112/2012, sér í lagi 2.3.5. gr., 2.3.7. gr. og 7.2.2. gr.
2.3.7. gr. Skyldur eiganda mannvirkis vegna framkvæmda sem undanþegnar eru byggingarleyfi.
,,Eigandi sem ræðst í framkvæmdir sem falla undir 2.3.5. gr. ber ábyrgð á að ekki skapist hætta fyrir fólk og eignir vegna mannvirkisins og að virt séu öll viðeigandi ákvæði þessarar reglugerðar. Hann skal einnig gæta þess að fyrirhugaðar framkvæmdir séu í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir. Eigandi mannvirkis sem undanþegið er byggingarleyfi ber ábyrgð á að ekki sé gengið á rétt nágranna og að virt séu ákvæði laga um fjöleignarhús“.
Hávöxnum trjátegundum má ekki planta nær aðliggjandi lóð en 4,0 m.
Tré og runnar sem plantað eru á lóðarmörkum mega ekki vera hærri en 1,80 m nema með samþykki aðliggjandi lóðarhafa.
Áður en byrjað er á útplöntun skal taka tillit til skuggavarps.
Mynd: hms.is
Umhverfis- og garðyrkjustjóri Rangárþings eystra