- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Íþróttamiðstöð Rangárþings eystra
Búningsklefar
Nýir og glæsilegir búningsklefar kláruðust nú í sumar og er almennt mikil ánægja með þá. Í hvorum klefa
fjölgaði skápum talsvert, hiti var settur í gólf, loftræstingin bætt, sturtunum fjölgað, salernisaðstaða mun
betri og grófar og góðar flísar settar á allt.
Aðsókn árið 2021
Fjölmargir hafa sótt íþróttamiðstöðina á þessu ári. Gestum hefur, eðlilega, fjölgað síðan í fyrra en þrátt
fyrir takmarkanir á þessu ári höfum við fengið rúmlega 33.000 gesti til okkar í sundlaugina og í ræktina.
Til samanburðar voru gestirnir rúmlega 38.000 árið 2019 sem var met ár. Í þessari tölu eru ekki æfingar
eða skólasund. Þrátt fyrir ágætis aðsókn yfir vetrartímann erum við að fá um helming af okkar gestum yfir
,,sumarmánuðina“ júní, júlí og ágúst. Í júlí voru gestirnir t.d. um 8.000, þrátt fyrir takmarkanir.
Vaskir morgunhanar
Það eru ekki margar sundlaugar hér á Íslandi sem opna kl. 06:00 virka morgna og loka kl. 21:00 og fáum
við stóran hóp af okkar viðskiptavinum á milli kl. 06:00 – 08:00 virka morgna, allt árið um kring. Hluti af
þeim eru fastagestir sem hafa komið til okkar ár eftir ár, tekið sundsprett og rætt svo málin um lífsins gagn
og nauðsynjar í heita pottinum á eftir.
Íþróttasalurinn
Íþróttasalurinn er mikið notaður. Hver dagur byrjar yfirleitt á morgunhópum sem rífa sig upp og mæta í
hópatíma og í kjölfarið hefjast svo skólaíþróttir. Inn á milli þeirra mæta svo eldri borgarar eða leikskólinn
með sín börn. Samfellustarfið hefst svo þegar skóla lýkur og eru æfingar til 21.00, ýmist hjá börnum eða
fullorðnum. Það er því oftast nóg að gera hjá okkur og starfsfólkið vinnur gott starf við afgreiðslu, vöktun
klefagæslu og þrif.
Góð íþrótt er gulli betri
Íþróttasalurinn er mikið notaður. Hver dagur byrjar yfirleitt á morgunhópum sem rífa sig upp og mæta í
hópatíma og í kjölfarið hefjast svo skólaíþróttir. Inn á milli þeirra mæta svo eldri borgarar eða leikskólinn
með sín börn. Samfellustarfið hefst svo þegar skóla lýkur og eru æfingar til 21.00, ýmist hjá börnum eða
fullorðnum. Það er því oftast nóg að gera hjá okkur og starfsfólkið vinnur gott starf við afgreiðslu, vöktun
klefagæslu og þrif.