F U N D A R G E R Ð



171. stjórnarfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. haldinn í Félagsheimilinu Hvoli, mánudaginn 9. október 2015 kl. 10:00.


Mætt: Ágúst Ingi Ólafsson, Egill Sigurðsson, Sigfús Davíðsson,  Ómar Sigurðsson og Guðmundur Einarsson.


Ágúst Ingi Ólafsson setti fund, stjórnaði honum.


Guðmundur Einarsson ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:


1. Kosning fulltrúa á aðalfund Sorpstöðvar Suðurlands.

Aðalmaður var kjörinn Ísólfur Gylfi Pálmason og til vara Ágúst Sigurðsson.

2. Verðkönnun í frágang á móttökuhúsi við Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. á Strönd.

Lægstir í könnuninni voru Húskarlar ehf og samþykkt var að ganga til samninga við það fyrirtæki.

3. Bréf sent Byggingafélaginu Sandfelli 17.09.15

Lagt fram til kynningar.

4. Fundargerð 242. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 28.09.15.

Lagt fram til kynningar.

5. Tilkynning um greiðslu frá Sorpstöð Suðurlands vegna kynningarmála.

Ákveðið var nýta fjármunina til kynningar á nýrri umhleðslustöð á Strönd og fræðslu um sorphirðu.

6. Önnur mál.

Tillaga að nýju starfsleyfi lögð fram og rædd.

Ákveðið að óska eftir fundi með Gámaþjónustunni til fara yfir stöðu mála.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl: 10,20