- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
F U N D A R G E R Ð
172. stjórnarfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. haldinn í Félagsheimilinu Hvoli, miðvikudaginn 28. október 2015 kl. 08:30.
Mætt: Ágúst Ingi Ólafsson, Nanna Jónsdóttir, Sigfús Davíðsson, Ómar Sigurðsson, Ágúst Sigurðsson, Bjarni Jón Matthíasson, Ísólfur Gylfi Pálmason og Guðmundur Einarsson.
Ágúst Ingi Ólafsson setti fund, stjórnaði honum.
Guðmundur Einarsson ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1.Lagður fram undirritaður verksamningur við Þjótanda ehf. vegna framkvæmda við plön o.fl. á Strönd. Verktaki fyrirhugar að hefja framkvæmdir í nóvember nk.
2.Gjaldskrá Sorphirðu- og sorpeyðingar í Rangárvallasýslu 2016.
Afgreiðslu frestað.
3.Gjaldskrá Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 2016.
Samþykkt var að hækka gjaldskrána um 4% frá árinu 2015. Einnig var samþykkt að hækka rekstrarframlög sveitarfélaganna á árinu 2016 um 4% frá árinu 2015.
4.Framlög sveitarfélaga til Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 2016 vegna framkvæmda.
Ákveðið að fjárfestingarframlag sveitarfélaganna á árinu 2016 verði kr. 15.000.000.
5.Drög að starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn á Strönd.
Ákveðið var að gera athugasemdir við ákvæði um að óheimilt væri að geyma ómengaðan jarðveg á urðunarstaðnum. Einnig var ákveðið að leita til Verkfræðistofunnar Mannvits varðandi yfirferð á starfsleyfinu.
6.Yfirlit um reksturinn fyrstu 9 mánuðina.
Lagt fram til kynningar.
7.Önnur mál.
Stefnt skal að því að timburlager á Strönd verði kurlaður vorið 2016.
Ákveðið að halda samráðsfund með Gámaþjónustinni á næstu vikum.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl: 9,45.