FUNDARBOÐ
237. fundur Byggðarráðs
verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, fimmtudaginn 3. ágúst 2023 og
hefst kl. 08:15

 

Dagskrá:
Almenn mál

1. 2307024 - Hlíðarvegur 14; Kauptilboð
Lagt fram til staðfestingar kauptilboð í eignina Hlíðarvegur 14 sem sveitarstjóri hefur
undirritað með fyrivara um samþykki byggðarráðs Rangárþings eystra.


2. 2307033 - Hamragarðar; Landamerki; Álit lögfræðings
Lagt fram minnisblað Lögmanna Suðurlands varðandi landamerki milli Hamragarða og
Seljalandsjarða.


3. 2307053 - ADHD samtökin; styrkbeiðni 2023
Lagt fram til umræðu erindi ADHD samtakana þar sem óskað er eftir styrk til
samtakanna.


4. 2301066 - Málefni félagsheimila 2023
Sveitarstjórn hélt íbúafundi í öllum félagsheimilum sveitarfélagsins á vormánuðum 2023. Lagðir fram til umræðu minnispunktar af íbúafundum.


5. 2301080 - Endurskoðun - gatnagerðargjöld
Lögð fram tillaga að breytingum á samþykkt um gatnagerðargjödl í Rangárþingi eystra.


6. 2306038 - Beiðni um umsögn sveitarfélags er varðar Hvolsskóla
Mennta- og barnamálaráðuneytið óskar eftir upplýsingum frá Rangárþingi eystra um
tilhögun á skipulagi næstkomandi skólaárs hjá grunnskóla sveitarfélagsins. Þá er
sérstaklega óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess hvernig fyrirkomulagið
samræmist 28. gr. laga um grunnskóla, þ.m.t. með staðfestingu á samráði við skólaráð
skólans og staðfestingu skólanefndar.


7. 2307058 - Styrkumsókn v. þátttöku á heimsmeistaramóti
Elvar Þormarsson óskar eftir styrk úr íþrótta- og afrekssjóði Rangárþings eystra vegna
þátttöku hans og hryssunnar Fjalladísar frá Fornusöndum á heimsmeistaramóti íslenska
hestsins í Hollandi 6.-14. ágúst 2023.


8. 2308001 - Kirkjuhvoll; Ársreikningur 2022
Ársreikningur hjúkrunar- og dvalarheimilisins Kirkjuhvols fyrir árið 2022 lagður fram til
staðfestsingar.


Mál til kynningar
9. 2307055 - Samráðsgátt; Grænbók um skipulagsmál


10. 2304104 - Aukafundarseta sveitarstjórnarmanna 2023


02.08.2023
Árný Hrund Svavarsdóttir, Formaður byggðarráðs.