- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Fundargerð
38. fundur, í skipulagsnefnd Rangárþings eystra, haldinn
fimmtudaginn 7. janúar 2016, kl. 10:00, Ormsveli 1, Hvolsvelli.
Mættir nefndarmenn: Lilja Einarsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Þorsteinn Jónsson og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi. Guðlaug Ósk Svansdóttir og Víðir Jóhannsson boðuðu forföll og í þeirra stað eru mætt Ísólfur Gylfi Pálmason og Kristín Þórðardóttir.
Anton Kári Halldórsson ritaði fundargerð.
Skipulagsnefnd samþykkir að bæta eftirfarandi erindi á dagskrá:
1601016Guðnastaðir – Ósk um breytingu á aðalskipulagi
Efnisyfirlit:
SKIPULAGSMÁL:
1601001Aðalskipulagsbreyting fyrir Hamragarða/Seljalandsfoss, Guðnastaði, Sámsstaði og Réttarfit.
1512057Seljalandsfoss – Umsókn um stöðuleyfi
1512055Butra – Ósk um leyfi fyrir uppsetningu rannsóknarmasturs
1510068Álar – Deiliskipulag
1510042Uppsalir – Deiliskipulag
1509105Kirkjuhvolsreitur – Deiliskipulag
1509104Þorvaldseyri – Deiliskipulag
1509075Skarðshlíð II – Deiliskipulag
1508006Rauðafell – Deiliskipulag
1505021Syðri-Kvíhólmi – Deiliskipulag
1407001Ormsvöllur, Dufþaksbraut og hluti Hlíðarvegar – Deiliskipulagsbreyting
1302004Ytri-Skógar – Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála v. deiliskipulags Ytri-Skóga
SKIPULAGSMÁL
1601001Aðalskipulagsbreyting fyrir Hamragarða/Seljalandsfoss, Guðnastaði/Skækil, Sámsstaði og Réttarfit.
Lögð er fram lýsing aðalskipulagsbreytingar sem tekur fyrir eftirfarandi. Breyting á landnotkun, skilgreining og afmörkun flugbrautar í landi Skækils/Guðnastaða í Austur-Landeyjum. Breyting á frístundasvæði í landi Sámsstaða í Fljótshlíð. Breyting á frístundasvæði í landi Réttarfitjar í Fljótshlíð. Afmörkun afþreyingar- og ferðamannasvæðis og breyting á legu Þórsmerkurvegar við Hamragarað og Seljalandsfoss undir Vestur-Eyjafjöllum.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu fyrir breytingar á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1512057Seljalandsfoss – Umsókn um stöðuleyfi
Heimir Hálfdanarson, Atli Már Bjarnason og Elísabet Þorvaldsdóttir f.h. Seljaveitinga ehf. kt. 650213-1730, óska eftir framlengingu á stöðuleyfi fyrir söluvagni við Seljalandsfoss.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í að framlengja stöðuleyfi. Áður en stöðuleyfi verður veitt skal skila inn nánari gögnum varðandi útlit og fyrirkomulag á aðstöðunni til skipulags- og byggingarfulltrúa.
1512055Butra – Ósk um leyfi fyrir uppsetningu rannsóknarmasturs
Haukur Guðni Kristjánsson kt. 261163-4469 og Guðni Ragnarsson kt. 240177-4209 í samvinnu við Arctic Hydro kt. 501115-1690, óska eftir leyfi til að reisa allt að 60m hátt mastur til mælinga á vindi í landi Butru, landnúmer 163852, Austur-Landeyjum.
Erindinu frestað. Á landsvísu eru Samorka og Samband íslenskra sveitarfélaga að vinna að framtíðarstefnu hvað varðar nýtingu vindorku í landinu. Nefndin telur eðlilegt að bíða eftir niðurstöðu úr þeirri vinnu. Í framhaldi af niðurstöðu þeirrar vinnu, hvetur skipulagasnefnd sveitarstjórn til að marka stefnu sveitarfélagsins Rangárþings eystra varðandi nýtingu vindorku.
1510068Álar – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til hluta jarðarinnar Álar ln.213588. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu íbúðarhúss/bílskúrs allt að 200m², gestahúss allt að 70m², útihúss/skemmu allt að 300m² og útihús/geymslu allt að 70m². Aðkoma er um núverandi aðkomuveg að jörðinni. Tillagan var auglýst frá 20. nóvember 2015, með athugasemdafresti til 4. janúar 2016.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar og telst hún því samþykkt. Í umsögn Vegagerðarinnar dags. 8.12.2015 samþykkir Vegagerðin fyrirliggjandi tillögu, en telur þó betra ef unnt væri að tengja svæðið við aðliggjandi hliðarvegi. Einnig setur Vegagerðin það skilyrði að notuð verði sú tenging sem hún samþykkir, ef komi til stofnunar fleiri lóða á svæðinu. Vegna staðsetningar lóðarinnar er það niðurstaða nefndarinnar að ekki sé möguleiki á tengingu við aðliggjandi hliðarvegi. Nefndin tekur undir skilyrði Vegagerðarinnar varðandi samnýtingu á tengingu, komi til stofnunar fleiri lóða á svæðinu. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir ekki athugasemdir við tillöguna í umsögn sinni dags. 9.12.2015, en bendir á að mögulega sé hagræði í að hafa eitt sameiginlegt hreinsivirki fyrir byggingar innan byggingarreits ef aðstæður leyfa. Nefndin tekur undir ábendingu Heilbrigðiseftirlits. Skipulagsefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1510042Uppsalir – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til 3 ha. lóðar sem skipt verður úr jörðinni Uppsalir ln. 164200. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu íbúðarhúss / bílskúrs allt að 250m², gesthúss allt að 50m² og skemmu allt að 250m². Aðkoma verður um núverandi aðkomuveg að Uppsölum. Tillagan var auglýst frá 20. nóvember 2015, með athugasemdafresti til 4. janúar 2016.
Ísólfur Gylfi víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar og telst hún því samþykkt. Skipulagsefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1509105Kirkjuhvolsreitur – Deiliskipulag
Rangárþing eystra leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir Kirkjuhvolsreitinn á Hvolsvelli. Í gildi er deiliskipulag frá 2007 sem gerð var breyting á árið 2013. Lagt er til að með gildistöku nýs deiliskipulags muni núgildandi deiliskipulag með síðari breytingum falla úr gildi. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir allt að 3000m² viðbyggingu við dvalarheimilið Kirkjuhvol. Byggingin getur verið tvær hæðir og kjallari. Byggingarreitir sem merktir voru S1 á gildandi skipulagi falla út. Einnig eru gerðar breytingar á bílastæðum og göngustígum. Tillagan var auglýst frá 20. nóvember 2015, með athugasemdafresti til 4. janúar 2016.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar og telst hún því samþykkt. Núgildandi deiliskipulag með áorðnum breytingu fellur úr gildi við gildistöku þessa deiliskipulags. Óverulegar breytingar voru gerðar á tillögunni eftir auglýsingu. Núverandi byggingar Kirkjuhvols voru innmældar og er staðsetning þeirra leiðrétt m.v það. Þá eru gangstéttar aðlagaðar að nákvæmari staðsetningu bygginga. Gert er ráð fyrir göngustíg frá Kirkjuhvoli til austurs, í átt að kirkjunni. Tekin eru frá tvö svæði þar sem gert er ráð fyrir aðkomu vegna vörumóttöku og fækkar þar stæðum. Bílastæði norðan við Kirkjuhvol eru stækkuð til austurs og samtals fjölgar því stæðum um 15. Þá verða fjögur stæði merkt hreyfihömluðum í stað þriggja áður. Lóð Kirkjuhvols stækkar lítillega til norðurs, norður fyrir stækkað bílastæði. Skipulagssvæðið er stækkað samsvarandi. Staðsetning sorpgáma er sýnd á uppdrætti og sett hnit á lóðir Kirkjuhvols og Heilsugæslu. Bætt in umfjöllun í greinargerð um lóð Heilsugæslu. Skipulagsefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1509104Þorvaldseyri – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til um 3 ha. svæðis úr jörðinni Þorvaldseyri ln.163728. Tillagan tekur til byggingarreita fyrir gestahús og aðkomu að þeim. Tillagan gerir ráð fyrir að innan byggingarreits verði heimilt að byggja 3 gestahús sem hvert um sig geta verið allt að 50m². Aðkoma er um núverandi aðkomuveg að gestastofu og um núverandi vegslóða að rústum útihúss á svo kölluðum Hæðum. Gert er ráð fyrir að sá slóði verði endurbættur. Tillagan var auglýst frá 20. nóvember 2015, með athugasemdafresti til 4. janúar 2016.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar og telst hún því samþykkt. Í umsögn Minjastofnunar dags. 23.12.2015 kemur fram að stofnunin geri ekki athugasemd við tillöguna með þeim fyrirvara að rústum eyðibýlisins Hæða verði ekki raskað. Nefndin tekur undir umsögn Minjastofnunar. Skipulagsefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1509075Skarðshlíð II – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til um 0,7 ha svæðis úr landi Skarðshlíðar II, Rangárþingi eystra. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun núverandi íbúðarhúss og lagfæringar á verslunarhúsi ásamt stækkun / nýbyggingar til ferðaþjónustu. Tillagan var auglýst frá 20. nóvember 2015, með athugasemdafresti til 4. janúar 2016.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Í umsögn Vegagerðarinnar dags. 8.12.2015, kemur fram að Vegagerðin geti ekki fallist á skipulagstillöguna eins og hún er sett fram. Einungis sé fallist á eina tengingu frá Þjóðvegi að svæðinu. Skipulagsnefnd tekur undir umsögn Vegagerðarinnar og leggur til að eystri aðkoman að svæðinu haldi sér. Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu á skipulagi að ræða eftir auglýsingu. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1508006Rauðafell – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til um 0,2 ha íbúðarlóðar úr landi Rauðafells 1, ln.163706 og aðkomu að henni. Á lóðinni er gert ráð fyrir allt að 120m² íbúðarhúsi og 50m² bílskúr. Tillagan var auglýst frá 20. nóvember 2015, með athugasemdafresti til 4. janúar 2016.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar og telst hún því samþykkt. Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 2.10.2015, gerir eftirlitið ekki athugasemdir við tillöguna , en bendir á að rotþrær og siturlagnir skulu þannig staðsettar og frágengnar að aðgengi að þeim til tæmingar og viðhalds sé auðvelt að teknu tilliti til aðstæðna að öðru leyti. Skipulagsnefnd tekur undir umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Í umsögn Minjastofnunar dags. 28.09.2015, gerir stofnunin ekki athugasemd við tillöguna en ítrekar að samráð skuli haft við stofnunina þegar og ef hlaðin verður upp tóft gamalla húsa innan svæðisins. Skipulagsnefnd tekur undir umsögn Minjastofnunar. Skipulagsefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1505021Syðri-Kvíhólmi – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til um 1,2 ha lóðar úr landi Syðri-Kvíhólma. Tillagan gerir ráð fyrir þremur byggingarreitum innan lóðarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu frístundahúss, tveggja gestahúsa og skemmu. Tillagan var auglýst frá 20. nóvember 2015, með athugasemdafresti til 4. janúar 2016.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar og telst hún því samþykkt. Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 9.12.2015, gerir eftirlitið ekki athugasemdir við tillöguna, en mælir eindregið með því að kannaðir verði til hlítar kosti þess að hafa eitt sameiginlegt hreinsivirki fyrir byggingar á byggingarreitum B1 og B2, þar sem lóðin er lítil og tiltölulega stutt er á milli bygginga innan hennar. Skipulagsnefnd tekur undir umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Í umsögn Vegagerðarinnar dags. 8.12.2015 gerir Vegagerðin ekki athugasemd við tillöguna hvað varðar þjóðvegi, en bendir á að afleitt sé að búa til blindhorn á veginum um hugsanlegt nýtt hús sem merkt er B3 á uppdrætti. Skipulagsnefnd bendir á að ekki er verið að breyta aðkomuvegi að lóðinni, heldur er um núverandi aðkomuveg að ræða. Vegna landamerkja á svæðinu er ekki möguleiki á því að breyta aðkomu. Því telur Skipulagsnefnd ekki ástæðu til að breyta legu vegarins. Skipulagsefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1407001Ormsvöllur, Dufþaksbraut og hluti Hlíðarvegar – Deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreyting fyrir Ormsvöll, Dufþaksbraut og hluta Hlíðarvegar á Hvolsvelli. Breytingin tekur aðallega til breytingar á landnotkun, breytinga á lóðastærðum og byggingarreitum. Tillagan var auglýst frá 20. nóvember 2015, með athugasemdafresti til 4. janúar 2016.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar og telst hún því samþykkt. Í kjölfar umsagna Vegagerðarinnar dags. 8.12.2015 og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 10.12.2015, voru gerðar óverulegar breytingar á tillögunni eftir auglýsingu. 30 m veghelgunarsvæði þjóðvegar nr. 1 vestan skipulagssvæðis er málsett á uppdrætti. Í greinargerð er gerð grein fyrir mengunarvörnum sbr. ákvæði 5. gr. reglugerðar nr. 798/1999 um fráveitur og skolp. Skipulagsnefnd fellur frá fyrri ákvörðun um að lóð 23 við Ormsvöll skuli felld úr skipulaginu. Skipulagsefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1302004Ytri-Skógar – Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála v. deiliskipulags Ytri-Skóga
Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 11. febrúar 2013, er barst nefndinni 12. s.m., kærir Óskar Sigurðsson hrl., f.h. Ingimundar Vilhjálmssonar og Sigurðar Sigurjónssonar, Ytri-Skógum 2 og 3, þá ákvörðun sveitarstjórnar Rangárþings eystra frá 10. janúar 2013 að samþykkja deiliskipulag fyrir Ytri-Skóg, Rangárþingi eystra. Er þess krafist að ákvörðunin verði felld úr gildi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála tók málið fyrir á fundi sínum 23. Desember 2015 og var niðurstaðan eftirfarandi úrskurðarorð „Felld er úr gildi ákvörðun sveitarstjórnar Rangárþings eystra frá 10. Janúar 2013 að samþykkja deiliskipulag fyrir Ytri-Skóga hvað varðar frístundahús auðkennd F3 og F4. Að öðru leyti stendur deiliskipulagið óhaggað.“
Úrskurðurinn lagður fram til kynningar.
1601016Guðnastaðir – Ósk um breytingu á aðalskipulagi
Guðni Ragnarsson kt. 240177-4209og Arnheiður Dögg Einarsdóttir kt. 310878-5889, eigendur jarðarinnar Guðnastaðir ln. 163860, Austur-Landeyjum, óska eftir því að aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024, verði breytt með þeim hætti að land úr landi Guðnastaða verði skilgreint sem iðnaðarsvæði fyrir orkuvinnslu með vindmyllum skv. meðfylgjandi gögnum.
Erindinu frestað. Á landsvísu eru Samorka og Samband íslenskra sveitarfélaga að vinna að framtíðarstefnu hvað varðar nýtingu vindorku í landinu. Nefndin telur eðlilegt að bíða eftir niðurstöðu úr þeirri vinnu. Í framhaldi af niðurstöðu þeirrar vinnu, hvetur skipulagasnefnd sveitarstjórn til að marka stefnu sveitarfélagsins Rangárþings eystra varðandi nýtingu vindorku.
Fundi slitið 12:00
________________________________________________________
Ísólfur Gylfi PálmasonÞorsteinn Jónsson
________________________________________________________
Lilja EinarsdóttirKristín Þórðardóttir
________________________________________________________
Guðmundur ÓlafssonAnton Kári Halldórsson