- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Það birtast reglulega skemmtilegar fréttir á heimasíðu Gamla bæjarins í Múlakoti. Sigríður Hjartar, í Múlakoti, er dugleg að senda út fréttir til félaga í Vinafélagi Gamla bæjarins sem rata svo inn á heimasíðuna fyrir áhugasama að lesa. Nýjasta fréttin fjallar um fundinn fjársjóð í Múlakoti en þegar Sigríður og maður hennar Stefán Guðbergsson keyptu jörðina á sínum tíma þá kom þeim mest á óvart öll málverkin í Gamla bænum en þarna var sannarlega um fjársjóð að ræða en hér má lesa alla söguna: Fundinn fjársjóður í Múlakoti
Á Múlakot.is má líka finna minningabrot fjölda fólks sem eiga eða áttu einhver tengsl við Múlakot og þar er ekki síður fjársjóður í öllum frásögnunum sem að opna dyrnar fyrir okkur í nútímanum að lífinu í Múlakoti fyrr á tímum. Hér eru minningarnar sem er mjög fróðlegt og skemmtilegt að lesa: Minningar frá Múlakoti