- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Matarhallir og matarvagnar hafa verið mjög vinsælir um allt land og hér í sveitarfélaginu hafa matarvagnar verið vinsælir þar sem þeir hafa verið settir upp. Eftir að nokkrir aðilar sóttu um stöðuleyfi fyrir matarvagna fyrir sumarið þá kom upp sú hugmynd að útbúa sérstakt svæði fyrir vagna á Hvolsvelli.
Svæðið er við Austurveg, við veginn á leið að tjaldsvæðinu og því á opnum og góðum stað sem auðvelt er að komast að. Þær Guðrún Björk Benediktsdóttir, umhverfisstjóri, og Þóra Björg Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa, hafa unnið að því að útfæra þessa hugmynd og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þá er gert ráð fyrir 9 vögnum. Aðilum sem fá stöðuleyfi á vagnsvæðinu er svo í sjálfsvald sett hvernig þeir búa svæðin í kringum sína vagna. Eyðublöð fyrir stöðuleyfi á svæðinu má finna hér á svæði skipulags- og byggingarfulltrúa á heimasíðu sveitarfélagsins.