- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Gamli róló er útivistar- og leiksvæði í hjarta Hvolsvallar. Það má segja að svæðið sé falin perla því möguleikar á góðri skemmtun fyrir íbúa og gesti á öllum aldri eru óteljandi. Kvenfélagið Eining hefur lagt sitt af mörkum til að gera svæðið huggulegra, sett upp bekk og leiktæki fyrir allra yngstu börnin.
Sveitarfélagið vill gjarnan vinna áfram að því að gera svæðið enn skemmtilegra og efla aðstöðu fyrir þá sem vilja koma þar við. Íbúar eru hvattir til að senda inn tillögur og hugmyndir að úrbótum og uppbyggingu á svæðinu.
Það er Guðrún Björk Benediktsdóttir, Umhverfis- og garðyrkjustjóri Rangárþings eystra, sem hefur umsjón með verkefninu.
Hér má finna allar upplýsingar og eyðublað til að senda inn hugmyndir/tillögur