- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Ágætu íbúar Rangárþings eystra
Nú standa yfir breytingar á gámasvæðinu á Hvolsvelli. Settur hefur verið gámur fyrir garðaúrgang fyrir utan hliðið að gámasvæðinu.
Um tímabundna lausn er að ræða á meðan að útbúið verður sér svæði fyrir slíkan úrgang og verður það nánar auglýst síðar.
Mikillvægt er að það sé rétt flokkað í þennan gám og að ekki fari annar úrgangur með eins og t.d. plast, pappi og þ.h. Einnig á steypa, járn og annar grófúrgangur ekki heima í þessum gámi.
Ef að gámurinn er að fyllast mætti gjarnan að láta vita í símanúmer 868-6106
Með von um góða samvinnu
Ólafur Rúnarsson
Forstöðumaður framkvæmda og eigna hjá Rangárþingi eystra