- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Sunnudaginn 28. janúar voru Aldursflokkamót HSK í frjálsum 11-14 ára og Unglingamót HSK 15-22 ára voru haldin í Selfosshöllinni. Íþróttafélagið Dímon sendi vaska sveit keppenda til leiks og uppskáru þau vel á mótinu.
Á Aldursflokkamótinu hlaut Dímon 10 titla og á Unglingamótinu kom einn titill í hús. Keppendur Dímon settu mörg hver persónuleg met og má með sanni segja að öll þau sem kepptu hafi staðið sig afar vel.
Af þeim 10 titlum sem að Dímon náði á Aldursflokkamótinu þá náði Eðvar Eggert Heiðarsson í 5 þeirra en hann keppir í flokki 13 ára pilta. Magnea Furuhjelm Magnúsdóttir náði í 3 titla í flokki 13 ára stúlkna og Madeleine Anita Boulton krækti sér í 2 titla í flokki 11 ára stúlkna. Ívar Ylur Birkisson náði sér í einn titil á Unglingamótinu en hann keppir í flokki pilta 16-17 ára.
Til hamingju með frábæran árangur allir keppendur frá Dímon.