- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Loksins fór að snjóa almennilega og unnendur vetraríþrótta kætast líklega mjög. Eftir hádegi verður þjöppuð niður gönguskíðabraut á túninu norðan við Króktún og upp að Lynghaga. Brautin byrjar við bekkinn hjá kirkjugarðinum. Færið er gott og veðrið frábært og því hvetjum við alla þá sem hafa áhuga að skella sér á gönguskíði seinni partinn í dag. Við krossum svo fingur að snjórinn haldist næstu daga.
Við biðjum þá sem vilja leika sér á vélsleðum að vera hinum megin við veginn, nær Hvolsfjalli og þá geta allir skemmt sér vel í snjónum og notið útivistarinnar. Einnig biðlum við vinsamlega til hundaeigenda að passa upp á að hundarnir hlaupi ekki yfir brautina.
Rangárþing eystra er Heilsueflandi sveitarfélag sem hefur það að markmiði að hlúa að bættri heilsu íbúa, m.a. með fjölbreyttum möguleikum á útivist og í hvaða veðri sem er.