- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í febrúar 2020 var undirritaður samningur milli Rangárþings eystra og Rarik þar sem að Rarik afhenti götulýsingakerfi sveitarfélagsins til eignar. Samningurinn hljóðaði þannig að sveitarfélagið yfirtók og eignaðist götulýsingarkerfið í því ástandi sem það var frá og með 1. apríl 2020. Strax var farið í undirbúning að fyrirkomulagi varðandi umsjón og viðhald kerfisins sem nú er farið eftir.
Í Rangárþingi eystra eru í heildina 325 staurar sem tilheyra þessu kerfi, 297 staurar á Hvolsvelli og 28 á Skógum. Samkvæmt fyrirkomulaginu sem unnið var þegar sveitarfélagið tók við er áætlað að skipt sé út lömpum í einni til tveimur götum á ári. Þá eru settir orkusparandi Led lampar í staurana en áætlaður orkusparnaður með þessum skiptum er 50-60% miðað við þá lampa sem nú eru í notkun. Búið er að endurnýja lampa á Vallarbraut og í Stóragerði. Allar ábendingar varðandi götulýsingarkerfið má gjarnan senda í gegnum ábendingarhnappinn á heimasíðu sveitarfélagsins.
Þessi frétt birtist í fréttabréfi sveitarfélagsins sem gefið var út í byrjun mars sl. og má finna hér