- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Ágæti lóðareigandi, nú þarf að huga að trjágróðri í garðinum þínum.
Trjágróður og annar gróður getur veitt okkur ánægju og hlýju þegar vel er að staðið og umhirðu sinnt eftir kostgæfni. Aftur á móti geta myndast neikvæð áhrif á bæjarsamfélagið ef umhirðu er ekki sinnt sem skyldi. Það er skylda lóðareigenda að trjágróður á lóðamörkum sé vel hirtur og hann klipptur þannig að hann lúti ekki út fyrir lóðamörk. Seinni hluti vetrar og byrjun vors hentar yfirleitt vel til klippinga á trjám og runnum. Við klippingu runna á lóðamörkum er heppilegt að gera ráð fyrir vaxtargetu gróðursins og þannig klippa vel fyrir innan lóðamörkin.
Ef trjágróður nær út fyrir lóðamörk getur það valdið óþægindum gangandi og hjólandi vegfarenda á göngustígum sveitarfélagsins. Trjágróður sem nær út á göngustíga getur einnig skemmt vélar og tæki sem þjónusta íbúa eins og t.d. snjóruðningstæki. Hafa ber einnig í huga að snjór þyngir greinar sem veldur því að þær lúta meira yfir göngustíga og geta þar af leiðandi snjóruðningstæki rekist í þær.
Garðaúrgang má farga út við miðöldu - sjá mynd sem sýnir leiðina, sem er norðan við Hallgerðartún.