- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Ágæti lóðareigandi nú þarf að bregðast við næstu 20 daga.
Trjágróður og annar gróður veitir okkur ánægju, en ef ekki er hirt um hann myndast neikvæð áhrif innan bæjarsamfélags. Á haustin er tími fyrir klippingar á trjágróðri og runnum og taka skal tillit við að lóðarmörk ná lóðrétt upp. Einnig skal gera ráð fyrir vaxtarsvæði gróðurs þannig að hann sé klipptur vel fyrir innan lóðarmarka.
Tryggja þarf akandi, hjólandi eða gangandi vegfarendum örugga leið á þar til gerðum mannvirkjum sem gegna því hlutverki að tengja saman bæjarhluta. Vélar og tæki sem þjónusta bæjarbúa geta skemmst og/eða gróður, ef ekki er tekið tillit til hæðar við klippingu. Gróður má ekki skyggja á umferðarmerkingar og götulýsingu né valda öðrum óþægindum eða hættu. Hafa skal í huga að snjór þyngja greinar, klippa þær vel upp.
Í byggingarreglugerð 112/2012 7.2.2. gr. er þess getið að hæð trjá og runna við lóðarmörk séu að hámarki 1,8 m. Hávaxin tré má ekki planta nær aðliggjandi lóða en 4,0 m frá lóðarmörkum. Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götur, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni aðvörun.
Samspil gróðurs og umferðar.
Garðaúrgang má farga út við miðöldu - sjá mynd sem sýnir leiðina, sem er vestan við Hallgerðartún.
Guðrún Björk Benediktsdóttir
Umhverfis-og garðyrkjustjóri Rangárþings eystra
19.10. 2022.