Haustið virðist vera að koma nokkuð snemma þetta árið.

Veðurstofa Íslands er búið að gefa út gula viðvörun fyrir nánast allt landið á frá kl 21:00 á föstudaginn fram til kl 14:00 á laugardaginn

https://vedur.is/vidvaranir

Hvetjum íbúa til að taka saman lausamuni í görðum og kringum hús sem og festa trampolínin vandlega.

Suðurland

Suðaustan hvassviðri eða stormur með rigningu. (Gult ástand)

1 sep. kl. 21:00 – 2 sep. kl. 09:00

Suðaustan 15-23 m/s og rigning, hvassast og úrkomusamast við ströndina og undir Eyjafjöllum. Búast má við hviðum undir Eyjafjöllum að 40 m/s. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og huga þarf að lausamunum.

Miðhálendið

Suðaustan stormur með rigningu. (Gult ástand)

1 sep. kl. 21:00 – 2 sep. kl. 09:00

Suðaustan 18-25 og rigning, en heldur hægari og úrkomuminna norðan Vatnajökuls. Varasamar eða hættulegar aðstæður fyrir ferðamenn og útivistafólk. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Suðausturland

Suðaustan hvassviðri eða stormur með rigningu. (Gult ástand)

2 sep. kl. 00:00 – 14:00

Suðaustan 15-25 m/s og rigning, jafnvel talsverð rigning, hvassast í Mýrdal og í Öræfum með hviðum yfir 40 m/s. Búast má við sandfoki og er fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum.