- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Eins og síðastliðin ár mun Rangárþing eystra huga að heilsueflingu nú á haustmánuðum. Ólafur Örn Oddsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, heldur utan um flotta dagskrá sem að heitir að þessu sinni Heilsueflandi haust í Rangárþingi eystra.
Átakið verður í gangi frá 20. september - 17. október og fjölbreytt dagskrá verður kynnt á allra næstu dögum en meðal þess sem boðið verður upp á eru fyrirlestrar, göngu- og hlaupaferðir, opnir kynningartímar, flot og ilmsauna, pub quiz og margt margt fleira.
Tilboð er hafið á árskortum í sund og rækt og kosta þau 39.900.
Heilsueflandi haust er frábært tækifæri til að huga að heilsunni, hvort sem er líkamlegri eða andlegri og hvetjum við íbúa til að nýta þá viðburði sem í boði verða.