- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Heilsugæslan á Hvolsvelli opnaði þann 1. júní sl. eftir gagngerar breytingar á húsnæðinu.
Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri, heimsótti heilsugæsluna þar sem Elínborg Dagmar Lárusdóttir, hjúkrunarfræðingur, sýndi henni rýmið.
Búið er að breyta biðrými talsvert og það er nú mun opnara og notalegra fyrir gesti og sjúklinga. Búið er að gera blóðprufuherbergi beint inn af biðstofunni og því verður afgreiðsla á blóðprufudögum auðveldari. Öll vinnuaðstaða fyrir hjúkrun og lækningar hefur verið stækkuð og bætt í því skyni að vel fari um alla. Herbergi fyrir ungbarnavernd og skoðanir á börnum hefur verið endurgert og er nú mun rúmbetra og bjartara.
Lilja afhenti Birni G. Snæ Björnssyni, yfirlækni, blómvönd og viðurkenningarskjal frá sveitarfélaginu og stilltu þau sér upp ásamt starfsmönnum heilsugæslunnar sem voru á staðnum.
Í sumar verður heilsugæslustöðin á Hvolsvelli opin en stöðin á Hellu lokuð vegna sumarleyfa. Opið er 8:00 - 15:00.