- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Safnið verður opnað á ný þann 4. maí þegar ný auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tekur gildi en þó verða nokkrar breytingar á þjónustu safnsins.
Afgreiðslutími safnsins verður óbreyttur
Mánudaga 13:00-20:00
Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga 13:00-18:00
Föstudaga 10:00-13:00
Skiladagur á öllum bókum og öðrum gögnum sem eru í útláni er 14. maí n.k.
DVD diskar eru lánaðir án endurgjalds á meðan þetta ástand varir.
Tímarit eru eingöngu til útláns, ekki er leyfilegt að skoða þau á safninu.
Skilabækur eru settar í tveggja daga sóttkví og sótthreinsaðar áður en þær fara aftur í útlán.
Viðskiptavinir sem eru í viðkvæmri aðstöðu geta fengið bækur og önnur gögn send heim.
Velkomið að senda okkur póst á bokrang@bokrang.is eða hringja í 488-4235.
Gestir eru beðnir um að virða þær reglur sem settar hafa verið varðandi samkomubannið og að þeir fylgi gyrirmælum.
Á facebook síðu safnsins má finna ýmsar upplýsingar og þar má einnig hafa samband við starfsfólk safnsins.