- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Eins og margir hafa tekið eftir hefur nýr samgöngumáti verið kynntur til sögunnar í sveitarfélaginu en það eru Hopp rafskútur. Hopp er íslenskt fyrirtæki en Southcoast Adventure er sérleyfishafi fyrir rafskúturnar hér á svæðinu og mun sjá um þjónustu og umsjón á þeim.
Rafskúturnar hafa notið sífellt meiri vinsælda á undanförnum árum og er umhverfisvænn samgöngukostur, en hjólin eru knúin áfram á einungis rafmagni og eru því fullkomlega kolefnishlutlaus. Rafskúturnar munu gagnast bæði íbúum og gestum sveitarfélagsins enda þægilegur, nútímalegur og umhverfisvænn samgöngukostur. Notendur geta séð þjónustusvæðið í heild sinni í Hopp- smáforritinu en nauðsynlegt er að hala niður forritinu til þess að leiga rafskútu og þar má sjá hvar laus hjól er að finna. Í appinu er að finna nákvæmar leiðbeiningar og notendaskilmála um hvernig nota skal þjónustuna og hvar er leyfilegt að hoppa. Við uppsetningu á appinu er notendum kennt að leggja rafskútunum að ferð lokinni þannig hann að þær verði ekki í vegi fyrir öðrum vegfarendum.
Rangárþing eystra hvetur alla þá sem nota rafskúturnar að fara varlega, fylgja umferðarreglum í hvarvetna og eindregið er mælt með notkun hjálma á meðan ferðast er á rafhjólum.
Starfsemi Hopp er sveitarfélaginu algjörlega að kostnaðarlausu og öll erindi varðandi rafhjólin má senda á netfangið rangarthing@hopp.bike eða hafa samband í síma 788 3535.
Á dögunum undirrituðu þeir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, og Ársæll Hauksson, eigandi Southcoast Adventure, undir samstarfsyfirlýsingu um rekstur á rafskútunum.