- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Á dögunum barst sveitarstjóra afar skemmtilegt bréf frá systrunum Brynhildi, 11 ára, og Albjörtu, alveg að verða 4 ára, þar sem þær eru með góða hugmynd um að Hrekkjavaka yrði haldin hátíðileg á Hvolsvelli. Hrekkjavakan, sem haldin er 31. október, hefur notið vaxandi vinsælda á Íslandi og hafa íbúar bæjarfélaga og hverfa tekið sig saman um að bjóða upp á nammi fyrir börn sem ganga á milli í búningum.
Sveitarfélagið hvetur foreldra til að taka sig saman um að halda Hrekkjavökuna hátíðlega ef að börnin eru áhugasöm og það má gjarnan leita til Markaðs- og kynningarfulltrúa til að hjálpa til við að koma viðburðinum á framfæri.
Bréfið frá Brynhildi og Albjörtu